Fréttir

Jólatilboð á vörum hjá okkur fyrir litla sæta jólapakka

Lesa meira

Við skelltum í Jólabingó í stað Jólaballs

Lesa meira

Skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga afnumið

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands að fella brott ákvæði úr rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga um tveggja ára starfsreynslu sem skilyrði fyrir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Starfshópur vinnur nú að greiningu á þjónustu talmeinafræðinga og hvernig henni verði best hagað til framtíðar með hliðsjón af lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Ný heildstæð samningsmarkmið um þessa þjónustu verða byggð á vinnu starfshópsins og er stefnt að því að SÍ og talmeinafræðingar geti hafið viðræður um nýjan samning á grundvelli þeirra eftir áramót. „Við sem samfélag berum skyldur gagnvart þeim sem þurfa á þjónustunni að halda sem að langstærstum hluta eru börn. Það skiptir miklu að hægt sé að veita þessum börnum þjónustu eins fljótt og kostur er. Annars er viðbúið að vandi þeirra aukist og verði alvarlegri eftir því sem tíminn líður sem eykur enn frekar á þjónustuþörfina.“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Gert er ráð fyrir að unnt verði að fella brott umrætt ákvæði í byrjun næsta árs. Talmeinafræðingar starfa nú á grundvelli rammasamnings sem tók gildi 1. nóvember árið 2017 með gildistíma til 31. október 2019. Frá þeim tíma hefur samningurinn verið framlengdur með samþykki beggja aðila um einn mánuð í senn. Ekki hefur náðst saman um nýjan samning en sem fyrr segir vinnur starfshópur nú að greiningu á þjónustu talmeinafræðinga og gerð heildstæðra tillagna um framtíðarfyrirkomulag hennar. Hópnum er ætlað að skila heilbrigðisráðherra tillögum sínum eigi síðar en 20. desember næstkomandi.
Lesa meira

Desemberuppbót til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót. Óskert desemberuppbót er 64.066 krónur. Samkvæmt reglugerðinni á foreldri langveiks eða alvarlega fatlaðs barns sem hlotið hefur greiðslur í desember 2021, samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna, rétt á desemberuppbót. Foreldri sem fengið hefur mánaðarlega greiðslu samkvæmt lögunum alla tólf mánuði ársins fær fulla desemberuppbót. Foreldri sem fengið hefur greiðslur skemur en tólf mánuði á árinu 2021 á rétt á hlutfallslegri desemberuppbót í samræmi við þann tíma sem það hefur fengið greiðslur. Desemberuppbótin nemur þó aldrei lægri fjárhæð en 16.016 krónum. Tryggingastofnun annast greiðslu desemberuppbótar samkvæmt reglugerðinni.
Lesa meira

Samstarf Einstakra barna og Icelandair hótela og veitingastaða.

Einstök börn bjóða til sölu gjafabréf frá Icelandair.
Lesa meira

Stuðningur við félagið Einstök börn

Okkur langar til að minna á að hægt er að gerast stuðningsaðili hjá félaginu. Hægt er að fara ýmsar leiðir til þess.
Lesa meira

Tenerife/ábending

Lesa meira

Jólamerkimiðar Einstakra barna 2021 komin í sölu 10 merkispjöld á 1000 kr

Lesa meira

Kærar þakkir fyrir stuðninginn ykkar í Reykjavíkurmaraþoninu!

Lesa meira

Þökkum Þjóðleikhúsinu kærlega fyrir okkur!

Lesa meira