Styrkir - verklagsreglur um útborganir

Umsókn um styrk árið 2022  - Ein umsókn á lögheimili barns.

Einn styrkur er í boði árið 2022 vegna Covid 19. English: We only pay  one fund pr famlily  in the year of 2022 because of Covid 19.

Ekki eru ráðstefnustyrkir veittir árið  2022.

Stjórnin samþykkti  verklagsreglur vegna umsókna og útgreiðslu styrkja.

Settar eru inn fastar dagsetningar vegna umsókna og útgreiðslu styrkja og eru þessar dagsetningar notaðar til viðmiðunar fyrir útborganir. 

Styrkir eru greiddir út  fjórum sinnum á ári, í kringum 15. febrúar, 15. júní, 15. september og 15. desember.

Umsækjendur þurfa að skila inn rafrænum umsóknum fyrir 31. janúar, 31. maí, 31. ágúst eða 30. nóvember.

Árinu er lokað í byrjun desember og ekki er hægt að senda inn umsóknir fyrir árið eftir það.

Umsækjandi er félagsmaður í Einstökum börnum. Félagsgjaldið fyrir umsóknarárið þarf að vera GREITT og félagsgjöld fyrri ára þurfa að vera í skilum.

Umsóknir þurfa að vera fullunnar, rétt út fylltar og með fullgildum fylgiskjölum. Fylgiskjöl ber að hengja við umsóknina rafrænt og skila svo inn frumritum ef það á við. Rafrænar kvittanir, svo sem flugmiðar, eru fullgildar og útprentun þarf ekki að fylgja umsókninni.  Án fylgiskjala fer umsóknin á bið og verður ekki afgreidd fyrr en hún er fullfrágengin með viðhengjum og þarf þá að senda inn nýja umsókn með viðeigandi skjölum.

Ekki er heimilt að senda inn kvittanir greiddar af þriðja aðila sem býr utan lögheimilis barnsins eða félagsmannsins. 

Sæki félagsmaður um styrk á tímabilinu 1. – 9.  desember þá fær hann greitt út í febrúar árið eftir en styrkurinn tilheyrir umsóknarári.

 Nýir félagsmenn geta sótt um styrki hjá félaginu þegar þeir hafa greitt árgjaldið.

 

Samþykkt á vinnufundi stjórnar 21. janúar 2021.