Verklagsreglur

Umsókn um styrk árið 2024  - ein umsókn á lögheimili barns.

Einn styrkur er í boði árið 2024 fyrir hvert barn. English: We only pay one fund pr famlily in the year of 2024 for each kid.

Umsóknarfrestur

Fastar dagsetningar eru fyrir umsóknir um styrki fjórum sinnum á ári. Skila þarf inn rafrænni umsókn fyrir 30. janúar, 30. maí, 30. ágúst eða 30. nóvember.

Útborgun

Settar eru fjórar viðmiðunardagsetningar fyrir útborganir styrkja ár hvert: Um eða eftir 15. mars , 15. júní, 15. september og 15. desember. Útborgun getur dregist vegna anna á skrifstofu.

Skilyrði

  • Umsækjandi er félagsmaður í Einstökum börnum. Félagsgjaldið fyrir umsóknarárið þarf að vera GREITT og félagsgjöld fyrri ára þurfa að vera í skilum.
  • Umsóknir þurfa að vera fullunnar, rétt út fylltar og með fullgildum fylgiskjölum. Fylgiskjöl ber að hengja við umsóknina rafrænt og skila svo inn frumritum ef óskað er eftir. Rafrænar kvittanir, svo sem flugmiðar, eru fullgildar og útprentun þarf ekki að fylgja umsókninni.  Án fylgiskjala fer umsóknin á bið og verður ekki afgreidd fyrr en hún er fullfrágengin með viðhengjum og þarf þá að senda inn nýja umsókn með viðeigandi skjölum.
  • Ekki er heimilt að senda inn kvittanir greiddar af þriðja aðila sem býr utan lögheimilis barnsins eða félagsmannsins. 

Umsóknir um styrk sem á að greiða sama ár þurfa að berast félaginu fyrir 1. desember. Sæki félagsmaður um styrk á tímabilinu 1. til 9. desember fær hann styrkinn greiddan í febrúar árið eftir, enda þótt styrkurinn tilheyri umsóknarári. Sá styrkur hefur ekki áhrif á réttindi til styrks næsta ár.

Nýir félagsmenn geta sótt um styrk hjá félaginu þegar þeir hafa greitt árgjaldið.

Samþykkt á vinnufundi stjórnar 12.9.2023. 

Umsóknareyðublað