Stjórnsýsla

Dómsmálaráðuneytið fer með málefni dómsmála á Íslandi. Á vefsíðu ráðuneytisins má finna yfirlit yfir dómskerfiðDómsýslan er sjálfstæð dómsýslustofnun sem annast sameiginlega stjórnsýsludómstólanna.

Stofnanir sem sinna dóms- og stjórnsýslumálum

Sýslumenn um land allt       

Á vefsíðunni Sýslumenn á Íslandi er að finna yfirlit yfir alla sýslumenn landsins.

Umboðsmaður Alþingis

Á vefsíðu Umboðsmanns Alþingis segir að hlutverk umboðsmanns sé að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt einstaklinga gagnvart stjórnvöldum landsins. Umboðsmaður eigi að gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti, sbr. 2. gr. laga nr. 85/1997. Lögin og starfsreglur umboðsmanns gera ráð fyrir því að umboðsmaður ræki hlutverk sitt með þrenns konar hætti fyrst og fremst. Í fyrsta lagi með athugun máls vegna kvörtunar frá þeim sem hlut eiga að máli. Í öðru lagi er umboðsmanni heimilt að taka mál til meðferðar að eigin frumkvæði. Í þriðja lagi getur umboðsmaður fjallað um það sem kallað er "meinbugir" á gildandi lögum, á almennum stjórnvaldsfyrirmælum eða á starfsháttum í stjórnsýslu, og slík mál tekur umboðsmaður einnig upp samkvæmt eigin ákvörðun.
Sjá nánar um umboðsmann Alþingis

Stofnanir sem sinna barnavernd

Barnaverndarstofa         

Á heimasíðu Barnaverndarstofu segir að Barnaverndarstofa fari með daglega stjórn barnaverndarmála í umboði Velferðarráðuneytisins. Annars vegar fer Barnaverndarstofa með margvísleg viðfangsefni sem lúta að starfsemi barnaverndarnefnda sveitarfélaga en hins vegar hefur hún yfirumsjón og eftirlit með rekstri sérhæfðra meðferðarheimila fyrir börn. Sjá nánar um Barnaverndarstofu

Stofnanir sem sinna neytendavernd

Neytendastofa

Á heimasíðu neytendastofu segir að hlutverk Neytendastofu sé að treysta öryggi og réttindi neytenda í viðskiptum og annast framkvæmd laga um neytendavernd. Einnig að stunda upplýsingamiðlun til aðila í atvinnulífi um skyldur þeirra og réttindi gagnvart neytendum. Neytendastofa tekur við ábendingum ef fyrirtæki og fagmenn uppfylla ekki skyldur lögum samkvæmt eða réttindi neytenda eru ekki virt og getur beitt viðurlögum s.s. stjórnvaldssektum, sölubanni eða afturköllun á vöru ef brot eru alvarleg eða hætta er á heilsutjóni. Neytendastofa annast auk þess eftirlit með því að mælingar í viðskiptum séu réttar og að mælitæki séu löggilt þegar það á við. Sjá nánar um Neytendastofu

 


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.