Skattar

Á vef Ríkisskattstjóra má sjá allar upplýsingar er varða skattgreiðslur, sjá nánar á  vefsíðu Ríkiskattsstjóra. Sími 442-1000. Starfsstöðvar Ríkisskattstjóra eru víða um land, sjá staðsetningu starfsstöðva hér.

Skattar á lífeyrissjóðsstekjum

Um reglur sem gilda um skatta á lífeyrissjóðstekjum má lesa á fræðsluvef Landssamtaka lífeyrissjóða

Skattframtal

Við viljum benda fólki á að gott getur verið að merkja við að það vilji slysatryggingu við heimilisstörf á skattskýrslunni. Kostnaður tryggingarinnar er lítill (var 550 árið 2019), en hún getur skipt sköpum ef fólk slasast á heimili sínu. Reiturinn, þar sem óskað er eftir slysatryggingu við heimilisstörf, er hægra megin við reitinn þar sem fram kemur nafn einstaklingsins og heimilisfang hans.

Á vef er búið að taka saman upplýsingar um lækkun skattstofns (ívilnun) sem gott er að hafa í huga við útfyllingu skattframtalsins. Sjá https://www.lifeyrismal.is/

  • Sá sem er með á sínu framfæri ungmenni (16 - 21 árs)  sem er í námi getur átt rétt á lækkun. Með námi í þessu sambandi er átt við nám sem ekki veitir rétt til námslána.
  • Það er mögulegt að einstaklingur fái lækkun vegna vandamanna sem eru á hans framfæri
  • Hægt er að sækja um lækkun vegna verulegra útgjalda á framfærslukostnaði fatlaðs eða langveiks barns
  • Hægt er að sækja um lækkun ef veikindi, slys, ellihrörleiki eða mannslát valda verulega skerðingu á greiðsluþoli einstaklings.
  • Upplýsingar um hvaða tekjur, hlunnindi og fríðindi eru skattfrjáls má finna á vefsíðu ríkisskattsstjóra.
  • Húseigendur athugið að ef húseign er seld innan tveggja ára er söluhagnaðurinn að fullu skattskyldur. Sjá nánar 2.málsgrein 17. greinar laga um tekju- og eignaskatt

Til að sækja um lækkun er fyllt út eyðublað 3.05 umsókn um lækkun (ívilnun), eyðublaðið er neðst á þessari síðu

Útvarpsgjald

Útvarpsgjald er lagt á alla einstaklinga 16-70 ára sem eru með tekjur yfir tekjumörkum. Tekjuviðmið breytist milli ára.

Undanþegnir útvarpsgjaldi eru elli- og örorkulífeyrisþegar sem dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimilum og þeir sem eru 70 ára og eldri í lok tekjuársins.

Fjárhæð útvarpsgjalds getur verið breytileg milli ára. Upplýsingar um fjárhæð útvarpsgjalds og tekjumörk einstaklinga er að finna á vef ríkisskattstjóra.  Útvarpsgjaldið var 18.300 kr. árið 2021 hjá einstaklingum með tekjur yfir 1.870.828 kr. (hækkar stundum lítillega árlega).

 


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja