Styrkir

Félagsmenn Einstakra barna hafa möguleika á að sækja um  Orlofsstyrk eða Heilsustyrk.

Skilyrði fyrir styrkveitingum er að félagsmenn hafi greitt félagsgjald ársins og að ekki séu eldri félagsgjöld ógreidd.  

Félagsmenn geta fengið einn styrk árið 2021 - til Orlofs eða Heilsueflingar.

Kvittanir skulu vera dagsettar á umsóknarárinu.

Skilyrði fyrir styrkveitingum er að félagsmenn hafi greitt félagsgjald ársins og að ekki séu eldri félagsgjöld ógreidd.  

Almanaksárið er styrktartímabilið 1 /1 -31/12   – kvittanir með umsóknum verða að vera dagsettar á umsóknarári. Ekki er hægt að sækja um styrk fyrir liðið almannaksár.

Styrkir eru greiddir út  ca  fjórum sinnum á ári 15. febrúar, 15. júní, 15. september og 15. desember.  ( viðmiðunardagsetningar )

Umsækjendur þurfa að skila inn rafrænum umsóknum fyrir 31. janúar, 31. maí, 31. ágúst eða 30. nóvember.

Umsóknir þurfa að vera fullunnar og með fullgildum fylgiskjölum.

 Sæki félagsmaður um styrk á tímabilinu 1. – 31.  desember þá fær hann greitt út í febrúar árið eftir en styrkurinn tilheyrir umsóknarári.

 Nýjir félagsmenn geta sótt um styrki hjá félaginu þegar þeir hafa greitt árgjaldið - árgjaldið er sent út í APRÍL/Maí ár hvert.

 Allar styrkveitingar eru háðar því að fjárhagur félagsins leyfi þær hverju sinni.

Stjórn hefur heimild til þess að breyta styrkupphæðum án fyrirvara.

Framvísa þarf frumritum reikninga eða rafrænum reikningum vegna umsókna um alla styrki sem félagið veitir ekki er leyfilegt að taka við .jpg eða inn skönnuðum kvittunum.

Félagið styrkir ekkert sem Sjúkratryggingar/TR greiðir fyrir eða niður, undantekning er þó sjúkraþjálfun.

Umsóknir um ráðstefnustyrki eru afgreiddar mánaðarlega á stjórnarfundum eða af starfsmanni eftir því sem við á og er ákveðið af stjórn hverju sinni.

 Heilsu- og orlofsstyrkir eru afgreiddir af starfsmanni.

Ráðstefnustyrkir/ gistináttastyrkir og aðrir styrkir eru lagðir fyrir fundi stjórnar. 

Ef vafi leikur á  að umsókn sé gild þá vísar starfsmaður henni til stjórnar.

Skilgreining er styrkjunum eftirfarandi; 

1. Orlofsstyrkur

 Um er að ræða styrk vegna  útlagðs kostnaðar við bílaleigubíla, sumarbúðir, hóteldvöl, flugferðir og leigu á sumarbústað.

 Styrkurinn er greiddur eftir að ferð hefur verið farin. Skila þarf inn umsókn ásamt viðeigandi nótum sem staðfesta kostnað. Upphæð 50.000-

2. Heilsueflingarstyrkur

 Á hverju ári getur hver fjölskylda innan félagsins sótt um styrk vegna almennrar heilsueflingar  Undir þennan styrk fellur viðkennd þjónusta t.d sjúkranudd, iðjuþjálfun, sálfræðiþjónusta, íþróttaiðkun hjá viðurkenndu íþróttafélagi, *, jóga*   Upphæð er allt að 50.000kr

*Kvittun verður að fylgja frá viðurkenndu íþróttafélagið.

3. Ráðstefnustyrkur

 Félagið veitir  styrki vegna ferða á fjölskylduráðstefnur erlendra foreldrafélaga.  Tvær upphæðir  eru;  allt að 50.000 kr  vegna fyrir ferðar á ráðstefnu í Evrópu, og hins allt að  80.000 kr vegna ferðar utan Evrópu.

 Ekki er veittur styrkur fyrir fleiri en fjóra fjölskyldumeðlimi í hverri ferð sem hafa sama lögheimili og  langveika barnið.

 Styrkurinn er veittur fjórða hvert ár til sömu fjölskyldu.

 Styrkurinn er greiddur út að lokinni ferð og eftir að greinargerð hefur verið skilað. 

Félagið áskilur sér rétt að birta hana í fréttabréfi eða annarri útgáfu félagsins.  Styrkurinn er veittur er allt að 80.000/ 50.000  pr. einstakling sem fer í ferðina af heimili.

 4. Tómstundastyrkur

 Á Tómstundastyrk eiga rétt börn í félaginu sem hafa legið á sjúkrahúsi í  3 vikur/21 dag samfleytt  á Íslandi.

 Styrkurinn er hugsaður til kaupa á afþreyingu fyrir barnið.

 Staðfesting læknis á sjúkrahúsdvöl fylgi umsókn. Styrkurinn er 15.000 kr og er veittur á hverju ári.

Telst ekki sem einn af 2 styrkjum sem hægt er að sækja um – heldur er sérstyrkur. 

 5. Styrkur til fagaðila

Stjórn hefur heimild til þess að veita árlega einn styrk til fagaðila vegna ferða á ráðstefnur eða námskeið erlendis um málefni sjaldgæfra sjúkdóma. Forsendur styrksins eru; að umsækjandi sé fagaðili sem starfa með barni sem er félagið í félagi Einstakra barna.

Með umsókninni þarf að fylgja frumrit reikninga eða greiðsluseðla. Styrkþegar þurfa að skila skriflegri umfjöllun um ráðstefnuna/námskeiðið að ferð lokinni.  Félagið áskilur sér rétt að birta hana í fréttabréfi eða annarri útgáfu félagsins.

Tekið verður við umsóknum til 1. maí ár hvert.

 6. Niðurgreiðslur á gistikostnaði félagsmanna innanlands fyrir þá sem sækja læknisþjónustu í Reykjaviku utan af landi.

Hægt er að sækja um styrk vegna gistingar ef um ræðir langferð frá heimili barns til rannsókna eða læknismeðferðar.  mikilvægt er að safna saman kvittunum og kostnaði og senda inn 1x á ári  - fjöldi gistinnátta endugreiðslu er þó takmarkaður.

Forsendur eru:

 Frumrit af reikningum verður að berast félaginu/ afrit verða ekki tekin gild.

 Ákveðin upphæð per nótt fyrir alla fjölskylduna 2500 kr.

 Staðfesting frá lækni um að skoðun/meðferð eigi sér stað

 Styrkurinn getur verið fyrir allt að 10 gistinætur á hverju almannaksári. Telst ekki sem einn af 2 styrkjum sem hægt er að sækja um – heldur er sérstyrkur.

*Nánari upplýsingar um styrkina fást á skrifstofu félagsins í síma 5682661 / 6992661 

Nokkrir PUNKTAR.

Almanaksárið er styrktartímabilið 1.janúar til 31.desember.   Kvittanir með umsóknum skulu vera dagsettar á umsóknarári.

Allar styrkveitingar eru háðar því að fjárhagur félagsins leyfi þær hverju sinni.

Stjórn félagsins hefur heimild til þess að breyta styrkupphæðum á fundum sínum í samræmi við fjárhagslega stöðu. 

Framvísa skal frumritum reikninga vegna umsókna um alla styrki sem félagið veitir. Styrkir vegna ferða eru greiddir eftir að ferð er lokið.

Styrkir  félagsins eru hugsaðir til að mæta kostnaði sem fellur ekki undir styrki frá öðrum aðilum, svo sem Tryggingastofnun ríkisins.

Umsóknir um ráðstefnustyrki eru afgreiddar mánaðarlega á stjórnarfundum. Ráðstefnustyrkur er greiddur út að öllum uppfylltum skilyrðum eftir að ferð er lokið.

*Nánari upplýsingar á skrifstofu.