Styrkir

Félagsmenn Einstakra barna hafa möguleika á að sækja um eftirfarandi styrki.

Skilyrði fyrir styrkveitingum er að félagsmenn hafi greitt félagsgjald ársins og að ekki séu eldri félagsgjöld ógreidd.  

Félagsmenn geta fengið styrk úr tveimur styrkflokkum á hverju almanaksári. Kvittanir skulu vera dagsettar á umsóknarárinu.

Almanaksárið er styrktartímabilið 1.janúar til 31.desember.   Kvittanir með umsóknum skulu vera dagsettar á umsóknarári.

Allar styrkveitingar eru háðar því að fjárhagur félagsins leyfi þær hverju sinni. Stjórn félagsins hefur heimild til þess að breyta styrkupphæðum á fundum sínum í samræmi við fjárhagslega stöðu. 

Framvísa skal frumritum reikninga vegna umsókna um alla styrki sem félagið veitir. Styrkir vegna ferða eru greiddir eftir að ferð er lokið.

Styrkir  félagsins eru hugsaðir til að mæta kostnaði sem fellur ekki undir styrki frá öðrum aðilum, svo sem Tryggingastofnun ríkisins.

Umsóknir um ráðstefnustyrki eru afgreiddar mánaðarlega á stjórnarfundum. Ráðstefnustyrkur er greiddur út að öllum uppfylltum skilyrðum eftir að ferð er lokið.*Nánari upplýsingar á skrifstofu.

Félagið gefur sér allt að 30  virka daga til þess að vinna úr umsóknum og svara þeim. Ef vandamál koma upp við yfirferð umsókna er hringt í umsækjanda eða sendur tölvupóstur.

Einstök börn veita eftirfarandi styrki til félagsmanna sinna:  

  1. Orlofsstyrkur fyrir fjölskylduna
  2. Ráðstefnustyrkur fyrir foreldra/barn erlendis.*
  3. Heilsueflingarstyrkur fyrir fjölskylduna
  4. Tómstundastyrkur fyrir barn sem hefur verið inni á sjúkrahúsi í 21 dag eða lengur.
  5. Styrkur til fagaðila vegna ráðstefnu um sjaldgæfan sjúkdóm. Nánari upplýsinga á skrifstofu.
  6. Styrkur vegna ráðstefnu eða námskeiðs innanlands
  7. Niðurgreiðslur á gistikostnaði félagsmanna innanlands sem þurfa að sækja læknisþjónustu í Reykjavík

 *Nánari upplýsingar um styrkina fást á skrifstofu félagsins í síma 5682661 / 6992661 eða á opnunartíma mánudaga 9-13 / fimmtudaga á milli 12- 15.