Stafrænt aðgengi með persónulegum talsmanni

Persónulegir talsmenn geta aðstoðað lögráða fatlað fólk við stafræn erindi. Þeir fá aðgang að stafrænu pósthólfi umbjóðanda síns á Mínum síðum á Ísland.is þar sem berast erindi frá opinberum aðilum o.fl. Persónulegir talsmenn skrá sig inn á svæði umbjóðandans með eigin skilríkjum.   

„ATHUGIÐ, einungis er hægt að komast inn á Heilsuveru með rafrænum skilríkjum. Persónulegir talsmannasamningar Réttindagæslunar veita ekki aðgang inn á Heilsuveru.“

Réttindagæslumenn fatlaðs fólks aðstoða við gerð samnings um stafræna aðstoð þar sem kveðið er á um hvaða heimildir talsmaðurinn skal hafa og hversu lengi samkomulagið gildir. 

„Fyrsta þjónustan sem tekin er í gagnið er aðgangur að stafrænu pósthólfi en næsta skref er að tengja talsmannagrunninn við aðrar stofnanir og fyrirtæki þannig að talsmenn geti nálgast stafræna þjónustu fyrir hönd umbjóðenda sinna. Unnið er ötullega að þeim tengingum.“ 

Nánar um stafrænt aðgengi í  tilkynningu Stjórnarráðsins, frá 17. nóvember 2022,

Stafrænum hindrunum rutt úr vegi: Persónulegir talsmenn geta nú aðstoðað fatlað fólk við að nálgast stafræn erindi.

Reglugerð um persónulega talsmenn fatlaðs fólks: