Nýtt fjölskyldusetur - ný aðstaða fyrir ört stækkandi félag með sí flóknari áskorunum

 

Einstök börn fagna 25 ára starfsafmæli í ár en félagið er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni.

Soffía Dögg Garðarsdóttir var ekki nema fjórar vikur að töfra fram nýtt heimili fyrir Einstök börn og sjón er sögu ríkari. Eva Laufey Kjaran hitti Soffíu Dögg og Guðrúnu Helgu Harðardóttur, framkvæmdarstjóra félagsins, og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að fylgjast með ferlinu þegar Soffía hannaði nýja húsnæði Einstakra barna.

Húsnæðið er vinnuaðstaða samtakanna en jafnframt þægileg aðstaða fyrir fjölskyldurnar sem reka Einstök. Soffía Dröfn vildi því að fyrstu kynni fólks af aðstöðunni séu hlýleg og að fólki finnst tekið vel á móti sér.

Hér að neðan má sjá útkomuna.

 

https://www.visir.is/g/20222257549d/tok-soffiu-fjorar-vikur-ad-taka-rymid-i-gegn?fbclid=IwAR0Mw8-q7rbLnwIb84_DoC4XvGOT87xH30xtPfqz8lh-LwVsHIxr7rjhN30

Einnig er hér hlekkur á flotta lýsingu Soffíu hjá Skreytum hús á öllum þeim húsgögnum og vörum sem notaður voru við gerð rýmisisins.

http://www.skreytumhus.is/?p=75888