Takk fyrir rausnarlegt framlag

Það hljóp aldeilis á þráðinn hjá Einstökum börnum í Reykjavíkurmaraþoninu. Við eigum greinilega fjölmarga velunnara sem styrktu félagið með því að hlaupa í nafni Einstakra barna eða að heita á hlauparana. Alls söfnuðust 6.067.354 krónur með áheitum frá 1225 velviljuðum einstaklingum.

Einstök börn þakka öllum þessum öðlingum, jafnt hlaupurum sem þeim sem hétu á þá, fyrir að styðja við bakið á félaginu. Stuðningur ykkar er ómetanlegt framlag fyrir starfsemi í þágu barna með alvarlega, sjaldgæfa sjúkdóma.

Takk öll!