Fjármál

Þegar fjárhagurinn er takmarkaður er mjög mikilvægt að skipuleggja fjármálin sín vel svo endar nái saman og að eiga sparifé til að geta greitt óvænt útgjöld. Mikilvægt er að fara yfir alla launaseðla og fylgiskjöl með styrkjum og ívilnunum. Á vefjum sumra verkalýðsfélaga eru reiknivélar sem auðvelda að fara yfir útreikning. 

Hér eru teknar saman upplýsingar um styrki og afslætti vegna fötlunar, smá fræðsla um lífeyrissjóðsmál og tryggingar einkafyrirtækja og upplýsingar um skattamál. Efnið eru langt í frá tæmandi.

Helstu fjármálastofnanir og -fyrirtæki

Fjármálaráðuneyti

Verkefni fjármálaráðuneytisins er t.d. alþjóðlegt samstarf, efnahags- og ríkisfjármál, afkomuskýrslur ríkissjóðs og greiðsluuppgjör ríkissjóðs, upplýsingar um eftirlit fjárlaga, ríkisfjármál, efnahagsmál, alþjóðamál og ýmsar hagtölur. Einnig upplýsingagjöf varðandi fasteignir ríkissjóðs, opinber innkaup, lánamál ríkisins, lífeyrissjóðsmál, skatta og kjarasamninga.
Sjá nánar á vefsíðu Fjármála- og efnahagsráðuneytisins

Ríkisskattstjóri

Á vefsíðu Ríkisskattstjóra segir að embættið hafi umsjón og eftirlit með álagningu skatta og gjalda sem á eru lögð af skattstjórum.  

Bankar

Á vefsíðu Samtaka fjármálafyrirtækja segir að bankar og sparisjóðir hafa mikilvægu hlutverki að gegna á fjármálamarkaði og í heildarhagkerfi landsins. Bankar og sparisjóðir lána fé, taka við innlánum og annast umsýslu fjármagns og eigna viðskiptavina sinna.

Upplýsingarnar að ofan eru sóttar á vef viðkomandi stofnunar/fyrirtækis.