Fjármál

Þegar fjárhagurinn er takmarkaður er mjög mikilvægt að skipuleggja fjármálin sín vel svo endar nái saman jöfnum höndum og geta jafnvel verið undir óvænt útgjöld, sem því miður gerist of oft.

Með því að velja atriði úr fellilistanum hér til vinstri getur þú fengið upplýsingar um það hvort þú eigir rétt á styrkjum eða afslætti, fræðst um lífeyrissjóðsmál og tryggingar einkafyrirtækja og fundið upplýsingar um skattamál.

Helstu stofnanir sem sinna fjármálum

Fjármálaráðuneyti

Á vefsíðu fjármálaráðuneytisins kemur fram að verkefni fjármálaráðuneytisins eru margvísleg s.s. alþjóðlegt samstarf, efnahags- og ríkisfjármál, afkomuskýrslur ríkissjóðs og greiðsluuppgjör ríkissjóðs, upplýsingar um eftirlit fjárlaga, ríkisfjármál, efnahagsmál, alþjóðamál og ýmsar hagtölur. Einnig upplýsingagjöf varðandi fasteignir ríkissjóðs, opinber innkaup, lánamál ríkisins, lífeyrissjóðsmál, skatta og kjarasamninga.
Sjá nánar á vefsíðu Fjármálaráðuneytisins

Ríkisskattstjóri

Á vefsíðu Ríkisskattstjóra segir að Ríkisskattstjóri hafi umsjón og eftirlit með álagningu skatta og gjalda sem á eru lögð af skattstjórum. Sjá nánar á vefsíðu Ríkisskattstjóra

Bankar

Á vefsíðu Samtaka fjármálafyrirtækja segir að bankar og sparisjóðir hafa mikilvægu hlutverki að gegna á fjármálamarkaði, en engu síðra hlutverki í heildarhagkerfi landsins. Bankar og sparisjóðir lána fé, taka við innlánum og annast umsýslu fjármagns og eigna viðskiptavina sinna https://sff.is/

 

 


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.