Siðareglur stjórnar Einstakra barna

Siðareglur Einstakra barna

1. grein

Stjórnarmaður undirritar trúnaðaryfirlýsingu þegar hann hefur trúnaðarstörf fyrir félagið. Stjórnarmaður leitast við að gera ekkert það sem til vanvirðu má teljast fyrir félagið  eða starfsemi þess  og málefni. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi félagsins eða skert hagsmuni þá er félagið stendur fyrir. Stjórnarmaður skal jafnan sýna drengskap í samskiptum sínum við aðra stjórnarmenn og starfsmenn félagsins.

2. grein

Stjórnarmanni er ljós persónuleg ábyrgð á framkomu sinni í ræðu og riti. Hann hefur í huga að almennt er litið á hann sem stjórnarmann félagsins þó að hann komi fram utan starfssviðs félagsins.

3. grein

Siðareglur þessar setja ekki hömlur á tjáningarfrelsi stjórnarmanna sem skrifa undir fullu nafni um afmarkaða þætti í fjölmiðlum eða á netmiðlum, til dæmis gagnrýni, þar sem persónulegar skoðanir höfundar eru í fyrirrúmi, enda stangist það ekki á við 1. grein þessara reglna.

4. grein

Félagsmaður sem telur að stjórnarmaður hafi brotið framangreindar reglur og á hagsmuna að gæta, getur tilkynnt um meint atvik til formanns og varaformanns félagsins. Stjórn félagsins tekur tilkynninguna fyrir svo fljótt sem auðið er. Stjórnarmanni skal gefinn kostur á að gera grein fyrir sjónarmiði sínu áður en stjórn tekur ákvörðun í málinu.

Verði stjórnarmaður vís að alvarlegum brotum á siðareglum þessum, þá má vísa honum úr stjórn.

 

                         Samþykkt af stjórn Einstakra barna 12. janúar 2019.

 

*** Félag Einstakra barna er aðili að Almannaheillum, samtökum þriðja geirans - sjá siðareglur þeirra hér