Við erum flutt - svona er leiðin til okkar

Einstök börn eru flutt með starfsemina að Urðarhvarfi 8A,  3. hæð í Kópavogi. Bjart og skemmtilegt húsnæði þar sem við munum halda sem flesta viðburði okkar ásamt því að taka áfram á móti ykkur.

Aðgengilegast er að leggja í bílakjallaranum og þið þurfið bara að finna bókstafinn A á hurðunum og fara í lyftu á 3. hæð. Við erum innst á mjóa ganginum til hægri við apótekið. Merki Einstakra barna er á veggnum innst í ganginum, þar er inngangurinn til okkar. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest hér á nýja staðnum.