Ungir menn með ball fyrir jafnaldra sína og söfnuðu fé fyrir langveik börn.

Þriðjudaginn 27. apríl, fengum við hjá Einstökum börnum  heimsókn frá  Ívari, Trausta, Daníel og Leó sem allir eru nemendur í 10. bekk í Vatnsendaskóla.

Þessir ungu menn héldu ball í skólanum sínum með það að markmiði að skemmta sér og öðrum og safna fé fyrir langveik börn og létu þeir ágóðan renna til Einstakra barna og Umhyggju.     Þeir höfðu unnið að þessu verkefni sínu frá því í haust en  Covid setti strik í reikninginn og truflaði aðeins áætlanir þeirra.  

Við þökkum þeim kærlega fyrir þennan stuðning og fyrir að hafa okkar börn í huga. 

Takk þið öll sem tókuð .þátt og mættuð á ballið þeirra.