Fréttir

Lyfjakostnaður lækkaður

Hámarksgreiðsla aldraðra, örorkulífeyrisþega, barna og ungmenna í fyrsta þrepi greiðsluþátttökukerfis lyfja lækkar um rúm 20%, úr 14.000 kr. í 11.000 kr., samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi 1. apríl nk. Breytingin er í samræmi við markmið stjórnvalda um að draga úr greiðsluþátttöku fólks fyrir heilbrigðisþjónustu með áherslu á bæta stöðu viðkvæmra hópa og jafna aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu. Framlag ríkissjóðs vegna þessarar breytingar nemur um 270 milljónum króna á ársgrundvelli.
Lesa meira

Glitraðu með okkur 28 feb -

Lesa meira

Þýtt kennsluefni fyrir skóla - leikskóla og GLITRAÐU með okkur 28 febrúar

Félagið sendi út tilkynningu á skóla og fjölmargar staði og kallaði eftir umræðum - umræður um samfélagslegan skilning og samfélagslega umræður. Einnig biðjum við alla að Glitra með okkur þann 28 feb en alþjóðlega slagorðið er Show your colors - sem við hjá Einstökum börnum ákváðum að gera að okkar og kalla eftir því að allir GLITRI með okkur - fari í glimmerið sitt - seti upp allskonar glans - glimmer eða glitr - Merki okkur á instagram og flæði þar að leiðandi yfir Mánudaginn 28 feb með glitrandi / glimmer fjöri - lífgum upp á daginn og GLITRUM saman.
Lesa meira

Efla atvinnuþátttöku fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði

Lesa meira

Umsýsluumboð 3ja aðila

Lesa meira

Styrktaraðilar-framlög, veita skattaafslátt

Lesa meira

Tannverndarvika 2022

Nú stendur yfir árleg tannverndarvika sem embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir. Í tilefni af tannverndarvikunni hefur nýtt mælaborð tannheilsu verið birt á vef embættis landlæknis. Mælaborðið er gagnvirkt og birtir tölulegar upplýsingar um fjölda tannfyllinga hjá börnum sem mæta í reglulegt eftirliti hjá heimilistannlækni. Mælaborðið byggir á gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands og ná þau aftur til ársins 2005. Stefnt er að því að uppfæra mælaborðið árlega. Í tannverndarviku er foreldrum og forráðamönnum bent á að kostnaður vegna almennra tannlækninga barna er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands, fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald sem mest er greitt einu sinni á 12 mánaða tímabili. Forsenda gjaldfrjálsra tannlækninga er að börn hafi heimilistannlækni og bera foreldrar ábyrgð á tímapöntun hjá heimilistannlækni og skráningu í Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands. Í tannverndarviku eru stjórnendur leik-, grunn- og framhaldsskóla hvattir til að leggja áherslu á fræðslu, umfjöllun og viðburði sem tengjast tönnum og tannheilsu. Fræðsluefni og myndbönd um tannhirðu má nálgast á landlaeknir.is og heilsuvera.is. Fyrirtæki sem flytja inn og selja tannhirðuvörur eru hvött til að nýta sér tannverndarvikuna til að kynna vörur sínar. Einnig eru stjórnendur verslana hvattir til að bjóða afsláttarkjör af tannhirðuvörum og hollri matvöru í tannverndarviku og afnema á sama tíma afsláttarkjör af sælgæti og súrum drykkjum. Nánar á vef embættis landlæknis
Lesa meira

Febrúar er hafinn - 28 febrúar er dagur sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna í heiminum

Lesa meira

Tannlækningar

Frá 1. janúar 2014 eru tannlækningar gjaldfrjálsar utan 2500 kr. árlegs komugjalds fyrir þriggja ára börn og börn á aldrinum 10 til og með 17 ára. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er háð því að börnin séu skráð hjá heimilistannlækni og því eru foreldrar hvattir til að skrá barn/börn sín í Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands á www.sjukra.is. Tannlæknar geta einnig séð um skráninguna, sé þess óskað. Mælt er með skráningu barns hjá heimilistannlækni við eins árs aldur
Lesa meira

Auknar heimildir til kaupa á hjálpartækjum fyrir tvö heimili.

Sjúkratryggingum Íslands hafa verið veittar auknar heimildir til styrkja vegna kaupa á hjálpartækjum fyrir fötluð börn með tvö heimili. Markmiðið er að gera heimilin jafnsett þannig að börnin eigi hjálpartækin vís á báðum stöðum. Þetta er hluti af gjaldskrárbreytingum vegna heilbrigðisþjónustu sem tóku gildi um áramótin.
Lesa meira