Almannatryggingar

Almannatryggingar eru opinbert tryggingakerfi sem allir landsmenn eiga aðild að og greiða fyrir með sköttum sínum. Almannatryggingar tryggja að þeim sem þurfa og heyra undir lögin sé veittur fjárhagslegur og félagslegur stuðningur, t.d. vegna elli, örorku, framfærslu barna o.fl. Almannatryggingar greiða t.d. að hluta eða öllu leyti lækniskostnað, lyf og sjúkrahúsvist samkvæmt ákveðnum reglum. Verkefnum Almannatrygginga er skipt á tvær stofnanir,  Tryggingastofnun ríkisins (TR) og Sjúkratryggingar Íslands (SÍ).

Hlutverk hvorrar stofnunar:

  • TR sér um lífeyrismál og fjölskyldu- og vistunarmál.
  • TR Polski
  •  sjá um endurgreiðslur lækna-, tannlækna-, lyfja- og þjálfunarkostnaðar, slysatryggingar og kostnað við viðskipti við Hjálpartækjamiðstöð.

Á vefjum stofnananna eru nánari upplýsingar um þau málefni almannatrygginga sem heyra undir hvora stofnun.

TR og SÍ reka umboðsskrifstofur víðs vegar um landið. Flestar þeirra eru staðsettar í húsnæði sýslumanna á hverju svæði.