Þjónusta sveitarfélaga

Þjónusta sveitarfélaga getur verið veitt af sveitarfélagi, byggðarsamlagi eða öðru formlegu samstarfi sveitarfélaga.

Flest sveitafélaganna hafa þjónustugátt (íbúagátt) á vefsíðu sinni sem eru mínar síður íbúanna. Í þjónustugáttinni má skrá sig inn og  komast í samskipti við sveitaryfirvöld. Fjölmörg erindi er hægt að leysa nú þegar alfarið rafrænt. Verkefnið Stafræn sveitarfélög er samstarfsverkefni sveitarfélaganna við uppbyggingu vefþjónustu sveitarfélaganna.

Á Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra er afar aðgengilegt að fletta upp vefjum allra sveitarfélaga. 

Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga má eru upplýsingar er varða málefni fatlaðs fólks við fatlað fólk ásamt algengum spurningum og svörum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Heimahjúkrun er ekki á vegum sveitarfélaganna. Listinn hér að neðan vísar á heimahjúkrun viðkomandi svæða:

Liðveisla

Frekari liðveisla er viðbótarþjónusta við lögbundna almenna þjónustu sem fötluðu fólki stendur til boða, eins og heimaþjónustu, heimahjúkrun, kennslu og þjálfun og kemur einungis til álita ef sú þjónusta telst ekki nægjanleg.
Frekari liðveisla er margháttuð persónuleg aðstoð í daglegu lífi, sniðin að þörfum hvers og eins.
Frekari liðveisla er þjónusta fyrir þá sem búa sjálfstætt í íbúð, hafi þeir fullnýtt rétt sinn til heimaþjónustu sveitarfélags skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Einnig að veitt sé heimahjúkrun þar sem það á við. Frekari liðveisla er fyrst og fremst veitt á heimili þjónustunotandans.

Húsnæðisbætur

Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði „út í bæ“.
Markmið laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum. Íbúðalánasjóður  annast framkvæmd húsnæðisbótakerfisins og er sótt um bæturnar á vefsíðu sjóðsins (sérstök undirsíða: husbot.is) og eru þar greinargóðar upplýsingar um fyrirkomulagið. Kerfið er fjármagnað að fullu úr ríkissjóði

Ferðaþjónusta fatlaðra

Félagsleg heimaþjónusta er veitt fötluðum einstaklingum sem búa í heimahúsum og geta ekki án stuðnings séð um heimilishald og athafnir daglegs lífs. Einnig er veittur félagslegur stuðningur. Undir félagslega heimaþjónustu falla því heimilisþrif, heimsendur matur o.fl.

Félagslegt leiguhúsnæði

Félagslegt húsnæði er ætlað þeim einstaklingum sem vegna lágra tekna geta ekki leigt á almennum markaði eða keypt sér húsnæði. Skoðaðar eru tekjur allra á heimilinu, fjöldi barna o.s.frv. þegar verið er að ákveða hvort einstaklingur eigi rétt á félagslegu leiguhúsnæði og hve stórri íbúð.

Fjárhagsleg aðstoð

Einstaklingar sem ekki geta séð sér og fjölskyldu sinni farborða eiga rétt á fjárhagslegri aðstoð frá félagsþjónustunni. Sýna þarf fram á að tekjur séu lágar og nægi ekki fyrir fjölskylduna. Skoðaðar eru tekjur allra á heimilinu, fjöldi barna o.s.frv. þegar reiknað er út hvort viðkomandi eigi rétt á slíkum stuðningi.

Ýmislegt

Hér getur verið átt við þjónustu á borð við félagsstarf, garðslátt eða styrki vegna t.d. náms eða verkfærakaupa.


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.