Framhaldsskólar með starfsbraut

Lögum samkvæmt er hlutverk framhaldsskóla að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi. (Lög um framhaldsskóla, nr. 92.2008.) Allir sem hafa náð 16 ára aldri og lokið grunnskóla eiga rétt á að fara í framhaldsskóla, líka nemendur með fötlun, „Við innritun hefur framhaldsskólinn sérstökum skyldum að gegna hvað varðar nemendur með fötlun, ... “ segir í Aðalnámskrá framhaldsskóla.  Sérstaklega er fjallað um Nemendur með sérþarfir undir réttindum og skyldum (Réttindi og skyldur, kafli 14.5). 

Starfsbrautir eða sérnámsbrautir eru námsbrautir ætlaðar nemendum með sértækar þjónustuþarfir. Fjölmargir framhaldsskólar bjóða upp á starfsbraut: