Reykjavíkurmaraþon - dýrmætur stuðningur

Dreki Einstakra barna tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu
Dreki Einstakra barna tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu

Öllum gefst kostur á að hlaupa, ganga eða rúlla til stuðnings Einstökum börnum og/eða að heita á þá sem hlaupa fyrir félagið.  Nú þegar hafa fjölmargir skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið og hvatt vini og velunnara að heita á sig til styrktar Einstökum börnum. Áheitin eru kærkomið fjármagn sem er notað til að aðstoða börn með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma og fjölskyldur þeirra.

Á vef Reykjavíkurmaranons Íslandsbanka er hægt að heita á þá sem hlaupa til styrktar Einstökum börnum og fylgjast með áheitunum.

Einstök börn óska hlaupurm okkar gleði og góðs gengis í hlaupinu. Hlaupurunum og þeim sem heita á þá  þökkum við fyrir ómetanlegan stuðning.