Afslættir fyrir öryrkja

Við söfnum saman upplýsingum um afslátt fyrir örorkulífeyrisþega. Ef þú veist um fleiri staði sem veita afslátt en eru hér á listanum  máttu gauka því að okkur í tölvupósti.

Tryggingastofnun heldur úti vefsíðunni Um skatta, afslætti og frádrátt fyrir fatlað fólk. Þar er m.a. vísað á slóðir með upplýsingum um afslætti fyrir öryrkja. Í nokkrum tilvikum vísar Tryggingastofnun á vef Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar. 

Öryrkjabandalagið hefur tekið saman upplýsingar um afslætti hjá fyrirtækjum og stofnunum fyrir fólk á örorkulífeyri. Síðan þeirra er afar aðgengileg. 

Bókasöfn

Öryrkjar fá frítt bókasafnskort í Borgarbókasafninu og í  flestum bæjarbókasöfnum.

Fótaaðgerðastofur 

Garðaþjónusta

Garðaþjónusta Íslands

Þeir veita afslátt til öryrkja og eldri borgara og taka að sér ýmis verk tengd garðinum. Þeir gera fast verðtilboð og verkáætlun frítt. Hægt er að hafa samband við Róbert í síma 866-9767. 

Garðar best

Þeir veita öryrkjum og eldri borgurum afslátt og taka að sér ýmis verkefni tengd garðinum. Það kostar ekkert að fá þá í heimsókn og þeir gera tilboð í verk án bindingar og kostnaðar. Síminn er 565 1400 og netfangið er gardarbest[hja]gardarbest.is.

Gæludýr

Hundasnyrtistofa Gæludýr.is

Öryrkjar og eldri borgarar 15% fá afslátt af hundasnyrtingu og rakstri, gegn framvísun skírteinis.

Göngugreining

Stoðtækni

Veitir öryrkjum 10% afslátt af göngugreiningu en verðið lækkar enn frekar ef innlegg eru keypt hjá þeim eftir greiningu.

Húsnæðismál

Fasteignagjöld

Öryrkjar eiga oft rétt á að fá afslátt af fasteignagjöldum. Hvert sveitarfélag fyrir sig semur reglur um afsláttinn og birta þær á heimasíðum sínum. Upplýsingar Þekkingarmiðstöðvarinnar um sveitarfélögin.

Kvikmyndahús

Einstaklingar í hjólastól fá ókeypis í bíó á allar myndir.
Öryrkjar fá afslátt í bíó ef þeir sýna örorkuskírteini. (Gildir ekki á íslenskar myndir).

Laseraðgerðir á augum

Augljós

Veitir öryrkjum afslátt af hefðbundnum LASIK- aðgerðum, veittur er 40.000 kr. afsláttur af aðgerð.

Leikhús

Þjóðleikhúsið

Einstaklingar í hjólastól fá ókeypis í stæði í sölum leikhússins. 

Líkamsrækt

World Class (opnast í nýjum vafraglugga)

Öryrkjar og ellilífeyrisþegar fá 20% afslátt af kortum hjá World Class gegn framvísun viðeigandi skírteinis.

Lögfræðiþjónusta

Laga

Lögfræðistofan Laga veitir öryrkjum 20% afslátt. Sú lögfræðiþjónusta sem Laga sér um er öll skjalagerð, stjórnsýslumál og skattamál. Svo dæmi sé tekið sér Laga um alla þjónustu hvað varðar samskipti við Tryggingastofnun.

Menntastofnanir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Endurmenntun veitir öryrkjum 10% afslátt af námskeiðum tengdum menningu, persónulegri hæfni og tungumálum.

Háskóli Íslands

Námsmenn sem eru á örorku hafa heimild til að greiða lægra skráningargjald en almennt. Fara þarf í Þjónustuver á 2. hæð á Háskólatorgi með örorkuskírteini og greiða þar. 

Háskólinn á Akureyri

Þeir sem hafa 75% örorkumat fá 50% af skráningargjaldinu endurgreitt. Greiða þarf fullt skráningargjald og sækja svo um afsláttinn síðar með tilskyldum gögnum.

Myndlistaskólinn í Reykjavík

Öryrkjar fá 10% afslátt af vetrarnámskeiðum (vor og haust) og  styttri ámskeiðum í Myndlistaskólanum.

Veittur er 10% fjölskylduafsláttur af stökum námskeiðum og einnig þegar nemandi er á fleiri en einu námskeiði samtímis.  Afsláttur til nemenda annarra framhaldsskóla sem sækja stök námskeið er 20%.

Strætisvagnar

Sund

Yfirlitssíða er um allar sundlaugar landsins er að finna á sundlaug.is.

Frítt  í sund

Eftirtaldar sundlaugar hafa frítt fyrir fatlað fólk:

Höfuðborgarsvæðið

Sundlaug Seltjarnarness - einnig frítt fyrir fylgdarmann gegn framvísun örorkuskírteinis. 

Sundlaugar í Hafnarfirði - Fyrir fatlaða einstaklinga og aðstoðarmenn þeirra er frítt í sundlaugar í Hafnarfirði (Sundhöllina, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug) ef sýnd er staðfesting á örorku. Einnig er frítt fyrir þá sem sýna staðfestingu á umönnunarmati (upplýsingar fengnar í júní 2015). 

Sundlaugar Kópavogs - Öryrkjar fá frítt í sund hjá Kópavogsbæ sýni þeir örorkuskírteini. Sundkort fatlaðra, sem gefið er út af Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu fyrir ÍTR, er einnig tekið gilt í sundlaugar í Kópavogi.

 Sundlaugar Íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkur (ÍTR) - Frítt er í sund fyrir öryrkja sem sýna örorkuskírteini eða sundkort ÍTR, sem gefið er út af Sjálfsbjörg á Höfuðborgarsvæðinu.

Vesturland

Jaðarsbakkalaug á Akranesi

Sundlaugin Ólafsvík - Það er frítt fyrir þá sem sýna örorkuskírteini

Sundlaugin Stykkishólmi - Öryrkjar fá afslátt

Vestfirðir

Sundlaugin Drangsnesi - Frítt er fyrir öryrkja sem búsettir eru í hreppnum. 

Sundlaugina á Tálknafirði - Öryrkjar fá frítt í sund og einnig frítt fyrir fylgdarmann gegn framvísun örorkukorts.

Norðurland Vestra

Sundlaugin Skagaströnd - 75% öryrkjar fá frítt í sund

Sundlaugin Varmahlíð - Öryrkjar sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu fá frítt í sund.

Norðurland Eystra

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar, Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Ólafsfirði og Sundlaug Húsavíkur,

Suðurland

Sundhöll Selfoss, 
Sundlaugin á Stokkseyri
Sundlaugin í Hveragerði

Suðurnes

Grindavík, Vogum,     

Afsláttur í sund

Afsláttur er veittur fyrir öryrkja í sund á eftirtöldum stöðum:

 

Veiðistaðir

Vatnskot við Þingvallarvatn |Þingvallarsveit í  Bláskógarbyggð | Landverðir Þjóðgarðsins veita upplýsingar

Aðstaðan fyrir hreyfihamlað fólk og hjólastólanotendur í Vatnskoti við Þingvallavatn er nokkuð góð og liggur þar greiðfær bryggja út að fínustu kaststöðum fyrir hreyfihamlað fólk og hjólastólanotendur. Þó eru ekki aðrir staðir við strandlengjuna hentugir fyrir hreyfihamlaða, því er gott að koma við í þjónustumiðstöð Þingvalla og fá nánari upplýsingar um hentugustu staðina við vatnið.

Frítt er fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Elli/-og örorkulífeyrisþegar fá veiðileyfi fyrir sumarið endurgjaldslaust í þjónustumiðstöð. Sjá nánar á vefsíðu Þingvalla

Veiðikortið

Veiðikortið er hagkvæmur kostur fyrir veiðiáhugafólk, en með því er unnt að veiða í 34 vötnum víðsvegar um landið. Sjá: Veidikortid.

Veitingastaðir

Hamborgarabúllanveitir öryrkjum 15% afslátt.

Hamborgarafabrikkan:  veitir öryrkjum 10% afslátt af mat, gildir ekki af drykkjum eða með öðrum tilboðum.

Saffran:  veitir öryrkjum og eldri borgurum 10% afslátt.

Satt Restaurant: Börn undir 4 ára fá frían brunch en börn 5 -11 ára greiða 3.500 kr, gildir laugardaga og sunnudaga frá kl. 11.30 til 14.00 (upplýsingar frá desember 2022)

T.G.I. Friday's: Á fimmtudögum er hægt að fá tvær fríar barnamáltíðir fyrir börn undir 12 ára (upplýsingar frá nóvember 2021).

Vox: Börn undir 5 ára fá frían brunch um helgar en börn 5-11 ára kr. 3.900 (upplýsingar frá nóvember 2021).

 

Verslanir

Fjölskyldu/-og Húsdýragarðurinn (Opnast í nýjum vafraglugga)

Frítt er fyrir öryrkja og aldraða inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinnn í Laugardalnum Reykjavík. Sjá nánari upplýsingar um garðinn.

Bláfjöll og Skálafell

Börn á leikskólaaldri, eldri borgarar og öryrkjar fá frítt á Skíðasvæðin, en þurfa þó að hafa "Hart kort" eins og aðrir. Hart kort kostar 1000 kr. og er hægt  að fylla á aftur og aftur. Mikil þægindi eru í notkun harða kortsins, þú hefur kortið í vasanum vinstra megin og þarft ekki að taka það upp þegar þú ferð í gegnum hliðin. Sjávefsíðu Skíðasvæðanna.


Athugið að upplýsingarnar hér að ofan eru fengnar af vef viðkomandi stofnana og fyrirtækja og gætu hafa breyst.