Tryggingastofnun ríkisins

Meginhlutverk Tryggingastofnunar ríkisins (TR) er að framfylgja lögum um almannatryggingar, félagslega aðstoð og málefni langveikra barna. TR sér um örorkulífeyri, styrki við bifreiðakaup og aðra fjárhagsaðstoð eða þjónustu. 

Á vef island.is eru allar upplýsingar um málefni fólks með fatlanir, þ.e. um greiningu, fjárhagsaðstoð, félagsþjónustu, örorku og réttindi.

Allar umsóknir um lífeyri, bætur og styrki hjá TR skulu vera undirritaðar af umsækjanda sjálfum. Forsjáraðila er þó heimilt að undirrita umsókn um örorkulífeyri fyrir 18 ára aldur umsækjanda. Á vef TR er  listi yfir eyðublöð fyrir umsóknir um styrk eða bætur sem bjóðast hjá stofnuninni. Umsókn er fyllt út í gegnum „Mínar síður” á vef TR.

Undir liðnum Örorkulífeyrir, styrkir og bætur  hér til hægri eru teknar saman helstu upplýsingar þar um á vef TR. 

Á landsbyggðinni reka TR og Sjúkratryggingar Íslands umboðsskrifstofur. Flestar þeirra eru staðsettar í húsnæði sýslumanna á hverju svæði.

Tryggingastofnun starfar samkvæmt eftirfarandi lögum:

TR starfar einnig samkvæmt reglugerðum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.