Lögfræðiráðgjöf

Örfáir aðilar bjóða fría lögfræðiráðgjöf. Við vekjum athygli á því að neðangreindir aðilar veita einungis fría ráðgjöf.

Lögfræðiráðgjöf Öryrkjabandalags Íslands

Öryrkjabandalagið býður öryrkjum, fötluðu fólki og aðstandendum fría ráðgjöf lögfræðinga um réttindamál. Óskað er eftir viðtali í síma Öryrkjabandalagsins, 530-6700 eða með tölvupósti á móttökuna

Orator, félag laganema við Háskóla Íslands

Orataor, félaga laganema í Háskóla Íslands, veitir almenningi endurgjaldslausa lögfræðiaðstoð. Nemendur í meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands veita þjónustuna undir handleiðslu starfandi lögmanna og eru bundnir þagnarskyldu um störf sín.

Fólki gefst kostur á að hringja inn nafnlaust og bera upp spurningar um lögfræðileg álitaefni því að kostnaðarlausu. Lögfræðiaðstoðin býðst yfir skólaárið eða frá september og fram í miðjan apríl, að undanskildu próftímabili laganema í desember.

Síminn hjá lögfræðiaðstoðinni er opinn á fimmtudagskvöldum frá kl 19:30 til 22:00 í númeri 551 1012.

Orator heldur úti Facebook-síðunni Lögfræðiaðstoðar Orators.

Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík

Laganemar við Háskólann í Reykjavík reka Lögfræðiþjónustu Lögréttu þar sem nemendur á þriðja, fjórða og fimmta ári veita einstaklingum endurgjaldslausa lögfræðilega ráðgjöf.

Fyrirspurnirnar geta verið á hvaða sviði sem er, t.d. um skattamál, réttindi á atvinnumarkaði, réttindi íbúa í fjöleignarhúsi eða hjúskapar- eða erfðamálefni. Þess má geta að lögfræðiþjónusta Lögréttu veitir einstaklingum endurgjaldslausa ráðgjöf við gerð skattframtala fyrir skattskil.

Hægt er að hafa sambandi við Lögfræðiþjónustu Lögréttu með tölvupósti

Lögmannavaktin, frí lögfræðiráðgjöf

Lögmannavaktin er endurgjaldslaus lögfræðiráðgjöf fyrir almenning sem Lögmannafélag Íslands stendur fyrir.

Þjónustan er veitt alla þriðjudaga frá kl. 16:30 til 18:00 frá september til júní ár hvert og er gert ráð fyrir 15 mínútum á hvern einstakling. Panta þarf tíma hjá Lögmannavaktinni í síma 568 5620.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Velferðarráðuneytið er með samning við Mannréttindaskrifstofu Íslands um að annast lögfræðiráðgjöf við innflytjendur þeim að kostnaðarlausu. Mannréttindaskrifstofan hefur sinnt slíkri þjónustu síðastliðin tvö ár og er samningurinn endurnýjaður í ljósi góðrar reynslu af verkefninu. Óski einstaklingur eftir að hafa túlk með sér í viðtalið er það honum að kostnaðarlausu. Lögfræðiráðgjöf Mannréttindaskrifstofu Íslands við innflytjendur er veitt í húsnæði skrifstofunnar, Túngötu 14, á miðvikudögum frá kl. 14-20 og á föstudögum frá kl. 9-14. Tekið er við tímapöntunum í síma 552-2720 eða í tölvupósti: info(hja)humanrights.is

Sjá nánar um lögfræðiráðgjöf við innflytjendur hér


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.