Haustið hjá Einstökum börnum er komið á fullt og langar okkur aðeins að segja ykkur frá síðustu viku hjá okkur.
Síðasta vika var afar öflug og er gott dæmi um þá fjölbreytni í þjónustu og umgjörð sem félagið bíður upp á fyrir sína félagsmenn.
Fyrst byrjuðum við að fara á Línu Langsokk laugardaginn 4. október sem var mikil skemmtun fyrir unga sem aldna og niðurgreiðir félagið miðaverðið fyrir félagsmenn til þess að gera öllum kleift að upplifa leikhús og njóta.
Eftir sýningu fengum við að hitta persónurnar frá Línu og voru teknar mikið af myndum og spjallað við þau. Dagurinn var stórkostlegur! Allir afar glaðir og mikil upplifun - fyrir börnin og systkin ásamt foreldrum.

Á fimmtudaginn 9. október fengum við stelpur í fyrsta ári frá Versló og skipulögðu þær bingó fyrir félagsmenn okkar, yngri og eldri börn mættu og tóku þátt.
Mikil spenna var í loftinu og flottir vinningar í boði, voru snúðar í boði og þeir sem voru ekki spenntir fyrir bingó gátu litað með stelpunum.
Þökkum við þessum stelpum að hugsa til okkar og skipuleggja flott bingó fyrir okkar börn og ungmenni.
Seinna um kvöldið var boðið upp á fræðslu um var fræðslu um fæðuinntökuvanda barna sem var mjög fróðlegt og persónuleg nálgun á vandamál sem margir foreldrar í okkar félagi standa uppi fyrir, en það var talmeinafræðingur og fagaðili frá Matráð sem kom og ræddi við okkur og sagði frá.
Föstudaginn 10. október var haldið okkar gífurlega vinsæla Spilakvöld sem foreldrar og forráðamenn koma saman, eiga skemmtilega kvöldstund. Skellt er í félagsvist með og án kunnáttu en aðalmálið er að allir eru þátttakendur, fólk kynnist spjallar saman nýtur góðra veitinga. Einnig voru dregnir út fjölmargir happdrættisvinning sem ýmis fyrirtæki gefa félaginu. Eru alltaf veitingar á þessum spilakvöldum og viljum við þakka 27 mathús og bar sérstaklega fyrir að gefa okkur dýrindis veitingar sem virkilega slóu í gegn þetta kvöldið - pizzur og einn þann besta eftirrétt sem fólk hafði fengið - Takk fyrir okkur 27 mathús Víkurhvarfi 1 - þetta var frábært.

Enduðum við þessa miklu viku með að fara á laugardeginum í Hrekkja vöku Hvalasafnsins - þar höldum við sér viðburði þar sem allir geta prófa búningana sína

upplifað Hvalasafnið og umgjörð þess og hitt ýmsar furðuverur - hver á sínum forsendum og hraða. Þetta var afar vel heppnaður viðburður og börnin nutu sín mjög vel.
Hvalasafnið var sett í hrollvekju búning, drekarnir okkar fóru í búning og föðmuðu alla sem báðu um.
Var mikið að skoða, snerta, klifrað og spjallað á þessum viðburði, endaði viðburðurinn með að þeir sem voru í búning fengu nammi poka til að fara með sér heim!
Þessi vika hefur verið mikið í gangi og erum við ekki að minnka viðburðina fyrir okkar fólk!
Ef við tökum saman þessa viku með viðburðum, skemmtunum, fræðslu, öllum viðtölum og sérfræðiþjónustu vikunnar þá þjónustaði félagið hátt í 650 manns þessa viku ef allt er tekið saman og sýnir það stærð félagsins og þunga á öllum sviðum.
Félagið hefur stækkað hratt en við teljum að okkur sé að takast afar vel að blanda saman fagþjónustu og gleði - Hagsmunagæslu, samtali við ráðuneytin og ráðherra, þingmenn og stofnanir sem koma að málum okkar fólks. En félagið vinnur ötulega að því að ýta málum áfram og koma þeim í farveg.
Við viljum þakka öllum sem komu og skemmtu sér með okkur, nýtt þjónustu félagsins og viðburði