Við erum til staðar fyrir okkar félagmenn - og höfum símann opinn frá kl 10- 20 næstu daga

 Styðjandi og ráðgefandi hlutverk félagsins á erfiðum tímum 

Við erum að sjálfsögðu til staðar fyrir okkar félagmenn - og höfum símann opin frá kl 10-20 næstu daga til að mæta þörf foreldra / forráðamanna og aðstandenda til samtals vegna barna/ ungmenna sinna. 

 Félagið er með opinn síma fyrir spjall -  viðtöl - stuðningsamtöl og ráðgjöf ef á þarf að halda - hægt er að senda beiðni á emailið einstokborn@einstokborn.is eða hringja í  síma 6992661 ( eða senda sms )  og við mælum okkur mót  á rafrænum fundi á Teams eða með símaspjalli.

Erindið þarf ekki að vera formlegt - heldur bara ef þið þurfið að spjalla eða spegla mál þá erum við  til staðar.

Við höfum einnig kallað eftir að hið opinbera uppfæri ráðgjöf sína sem snýr að verndun okkar hóps og vonum við að þar verði brugðist hratt við og gefin út yfirlýsing um  það hvað talið er best að fjölskyldurnar geri.

kv
Guðrún Helga 
Framkvæmdastjóri  Einstakra barna / Fjölskyldufræðingur.