Upptaka af ráðstefnu um farsæla skólagöngu allra barna

Mynd af vef mennta- og barnamálaráðuneytisins af ráðstefnunni
Mynd af vef mennta- og barnamálaráðuneytisins af ráðstefnunni

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt upptöku af ráðstefnu um farsæla skóla sem ráðuneytið hélt fyrr í mánuðinum. Mörg fróðleg erindi voru á ráðstefnunni og má nefna erindi Guðlaugar Svölu Kristjánsdóttur, verkefnastjórafræðslumála hjá Einhverfusamtökunum, sem hún kallaði Er barnið mitt lóðrétt? Að mæla börn með hallamáli. 

Upptakan ásamt dagskrá ráðstefnunnar eru aðgengilegar í auglýsingu á vefsíðu ráðuneytisins.