Uppfærð heimasíða með stuðningi frá Stefnu vefhönnun

 

Nú er nýja viðbótin við síðuna okkar að detta í loftið og er í vinnslu enn sem komið er - ætlunin er að ljúka henni um eða upp úr mánaðarmótum.   Við síðuna hefur verið bætt söluvefur sem gerir okkur kleift að setja upp söluvörur félagsins á betri og skipulagðari hátt en áður og erum við að koma honum í gagnið þessa stundina og stilla honum öllum upp.

Öll þessi breyting er af hinu góða fyrir félagið og félagsmenn - erum við svo sannalega þakklát starfsfólki Stefnu sem hafa verið einstaklega þolinmóð og úrræðagóð þegar við höfum verið að finna lausnir, læra á kerfið og koma þessu heim og saman. 

TAKK þið öll þetta er algjörlega frábært.

f.h Einstakra barna

Guðrún Helga