Þjóðfundur um framtíð skólaþjónustu

Samkvæmt fréttavef mennta- og barnamálaráðuneytisins boðar Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra,  til þjóðfundar um framtíð skólaþjónustu á Íslandi mánudaginn 6. mars kl. 9:00–16:00 í Silfurbergi í Hörpu og í streymi. 

Markmiðið með þjóðfundinum er að ræða niðurstöður samráðs um ný heildarlög um skólaþjónustu, skoða álitamál og leita lausna. 

Aðgangur er öllum opin þeim að kostnaðarlausu en nauðsyn er að skrá komu sína. Þau sem ætla að horfa á streymið þurfa ekki að skrá sig. 

Ítarlegri upplýsingar eru í frétt mennta- og barnamálaráðuneytisins.