Styrkur til tannréttinga nær þrefaldaður

Mynd ráðuneytisins/ Frá undirritun samnings um tannréttingar
Mynd ráðuneytisins/ Frá undirritun samnings um tannréttingar

Frá og með 1. september næstkomandi munu Sjúkratryggingar greiða um þrefalt hærri hlut í almennum tannréttingum en hingað til.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur breytt reglugerð um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tannréttingar. Styrkurinn er tvíþættur. Styrkur til meðferðar bæði í efri og neðri góm hækkar úr 150.000 kr. í 430.000 kr. og styrkur til tannréttinga sem krefst einungis meðferðar í efri eða neðri góm hækkar úr 100.000 kr. í 290.000 kr.

Lesa má alla fréttina á vef heilbrigðisráðuneytisins.