Stuðningur við börn gegn ofbeldi

Guðrún Björg Ágústsdóttir hjá Foreldrahúsum og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra …
Guðrún Björg Ágústsdóttir hjá Foreldrahúsum og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra við undirritun samningsins. (mynd ráðuneytisins)

Mennta- og barnamálaráðherra hefur skrifað undir samning um styrk til VERU, úrræðis Foreldrahúss fyrir börn í áhættuhegðun. Samningurinn er stuðningur við börn sem verða fyrir eða beita ofbeldi. 

Samningurinn er framlag stjórnvalda til að sporna við ofbeldi og samþætta þjónustu í þágu barna. 

Nánar má lesa um samninginn í tilkynningu ráðuneytisins.