Ríflega 50% fjölgun NPA-samninga lögleidd

Frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir hefur verið samþykkt á alþingi. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að allt að 50 manns geti bæst við þá sem þegar nýta sér NPA-þjónustu. NPA stendur fyrir notendastýrða, persónulega þjónustu. Nú eru 95 manns með NPA-samning en um 44 á biðlista skv. frétt félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins en árið 2023 gætu allt að 145 manns verið með NPA-samning og allt að 172 manns árið 2024.

Lesa má fréttina í heild á vef ráðuneytisins en á vef NPA-miðstöðvarinnar er ítarleg frásögn um tilkomu og mikilvægi þessa samnings fyrir fólk sem þarfnast stuðnings við hversdagslegar athafnir.