Opin norræn ráðstefna um geðheilbrigðismál 23. mars 2023

Myndin er fengin af vef Stjórnarráðs Íslands
Myndin er fengin af vef Stjórnarráðs Íslands

Heilbrigðisráðuneytið boðar til ráðstefnu um geðheilbrigðismál þar sem þekktir „fyrirlesarar, íslenskir og erlendir, á sviði geðheilbrigðismála flytja erindi og taka þátt í vinnu- og málstofum um helstu áskoranir, strauma og stefnur sem snúa að geðheilbrigði og geðheilbrigðisþjónustu á norrænni ráðstefnu í Hörpu 23. mars næstkomandi.“ Heilbrigðisráðherrar annarra Norðurlanda verða einnig á ráðstefnunni.

Mikill áhugi er fyrir ráðstefnunni og skráðir gestir eru frá fjölmörgum löndum. Það stefnir í að færri komist að en vilja og því verður einnig streymi frá ráðstefnunni.

Hvort sem fólk ætlar að mæta á ráðstefnuna eða fylgjast með henni á streyminu er það beðið um að skrá þátttöku sína á henni. 

Lesa má fréttina af norrænu ráðstefnunni um geðheilbrigðismál á vef stjórnarráðsins. Þar er jafnframt vísað á vefsíðu ráðstefnunnar, slóðina þar sem fólk skráir þátttöku sína á henni og fleiri gagnlegar upplýsingar.