Okkar heimur - börn foreldra með geðrænan vanda

Willum Þór Þórsson, Þórunn Edda Sigurjónsdóttir félagsráðgjafi, Sigríður Gísladóttir, framkvæmdastjó…
Willum Þór Þórsson, Þórunn Edda Sigurjónsdóttir félagsráðgjafi, Sigríður Gísladóttir, framkvæmdastjóri Okkar heims og Ásmundur Einar Daðason. (Mynd af vef Stjórnarráðsins.)

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hafa undirritað styrktarsamning við góðgerðarsamtökin Okkar heim, samtök til styrktar börnum sem eiga foreldra með geðrænan vanda. Markmiðið er að styðja við úrræði fyrir þessi börn. 

„Ég er ánægður með þennan samning enda verkefnið mikilvægt. Á  heimsvísu er áætlað að eitt af hverjum fimm börnum eigi foreldra með geðrænan vanda. Það er af mörgum ástæðum mikilvægt að styðja þennan hóp. Meðal annars hefur það mikilvægt forvarnargildi og dregur úr líkum á að geðrænar áskoranir flytjist milli kynslóða“ segir Willum Þór heilbrigðisráðherra.

Sjá fréttina í heild á vef Stjórnarráðsins.