Öflugur stuðningur í Reykjavíkurmaraþoninu

Einstök börn eiga víða velunnara. Fjöldinn allur af fólki tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu nú í ágúst til stuðnings Einstökum börnum og safnaði heilmiklu fé. Peningarnir sem safnast í Reykjavíkurmaraþoninu er ein stærsta söfnun Einstakra barna. 

Við hjá Einstökum börnum þökkum kærlega öllum sem lögðu sitt af mörkum. Stuðningur ykkar elfir einstök börn með sjaldgæfa sjúkdóma og/eða heilkenni og fjölskyldur þeirra.