Nýtt sjúkrahússapótek á Akureyri

Sjúkrahús Akureyrar /Mynd af vef heilbrigðisráðuneytisins
Sjúkrahús Akureyrar /Mynd af vef heilbrigðisráðuneytisins

Sjúkrahússapótek verður tekið í notkun á Akureyri síðar á árinu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Sjúkrahúsinu á Akureyri 80 milljónir til að ljúka framkvæmdum við nýtt apótek spítalans. Framkvæmdum hefur miðað vel og er áætlað að þeim ljúki á þessu ári og að hægt verði að hefja starfsemi sjúkrahússapóteksins á þessu ári. 

Frétt ráðuneytisins í heild á vef þess.