Nýtt notendaráð heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út tilkynningu um notendaráð heilbrigðisþjónustu sem er skipað í fyrsta sinn.

„Heilbrigðisráðherra hefur skipað notendaráð heilbrigðisþjónustu. Ráðið er skipað samkvæmt tilnefningum sjúklingasamtaka og er tilgangur þess að tryggja að sjónarmið notenda séu höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku um atriði sem varða hagsmuni sjúklinga innan heilbrigðisstofnana.”

Notendaráð sem þetta er nýtt af nálinni. Á meðal sjö  sjúklingasamtaka, sem eiga sæti í ráðinu, er Umhyggja, félag langveikra barna sem Einstök börn eiga aðild að. Hér er því opnuð leið til að auðvelda að koma sjónarmiðum Einstakra barna á framfæri í heilbrigðiskerfinu. 

Tilkynninguna má lesa í heild sinni á vef heilbrigðisráðuneytisins.