Nýr samningur um sálfræðiþjónustu

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert nýjan samning um sálfræðiþjónustu við sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Samningurinn tekur gildi strax. Í tilkynningu Heilbrigðisráðuneytisins segir:

„Áfram tekur samningurinn til þjónustu sem verið hefur samningsbundin um árabil og tekur til sálfræðimeðferða við börn og unglinga sem eru með alvarlegar geð-, hegðunar- og þroskaraskanir. Nýjung í samningnum er að við bætist þjónusta við einstaklinga á öllum aldri vegna gruns eða staðfestrar greiningar á vægum eða meðalalvarlegum kvíða eða þunglyndi. Í öllum tilvikum er þjónustan veitt á grundvelli tilvísana.”

Lesa má tilkynninguna í heild á vef heilbrigðisráðuneytisins.