Nær tvöföldun frítekjumarks

Alþingi samþykkti frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um hækkun frítekjumarks örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Frítekjumarkið hækkar úr tæpum 110.000 krónum á mánuði í 200.000. Hækkunin tekur gildi strax um áramótin, þann 1. janúar 2023. Þetta er fyrsta hækkun frítekjumarksins í 14 ár, eða frá árinu 2009. 

Fréttina í heild má lesa á vef félags- og vinnumálaráðuneytisins.