Mátti ekki neita barni um hjálpartæki

Umboðsmaður alþingis hefur úrskurðað að ákvæði í reglugerð þar sem bann er lagt við greiðslu á styrkjum vegna hjálpartækja sem börnum með fötlun eru nauðsynleg eða hentug til leiks og tómstunda eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum. 

Umboðsmaður byggði álit sitt á að lagalegur grundvöllur fyrir synjun væri ekki nægur. Við mat Úrskurðarnefndar velferðarmála, þar sem synjað var um styrk við kaup á þríhjóli, hefði úrskurðurinn byggst á röngum grundvelli og væri því í ósamræmi við lög. Umboðsmaður mæltist til að málið yrði tekið aftur til meðferðar ef eftir því væri leitað. 

Nánar má lesa um álitið á vef umboðsmanns alþingis.