Landsteymi um farsæld barn í skólum

Mynd af vef ráðuneytisins
Mynd af vef ráðuneytisins

Mennta- og barnamálaráðherra setti á laggirnar landsteymi  um farsæld barna í skólum. Landsteyminu er ætlað að styðja börn, foreldra og starfsfólk í skólum á öllum skólastigum þegar alvarleg atvik koma upp, t.d. ofbeldi eða úrræðaleysi í málum barna með fjölþættan vanda.

Bóas Valdórsson sálfræðingur og framkvæmdastjóri Sjónarhóls leiðir landsteymið. 

Ítarlega má lesa um landsteymið og hlutverk þess í frétt á vef Mennta- og barnamálaráðuneytisins.