Landsáætlun um þjónustu við fatlað fólk

Mynd af vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins
Mynd af vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins

Í sumar samþykkti ríkisstjórnin að unnið yrði að gerð landsáætlunar um þjónustu við fatlað fólk. 

„„Við skulum hefja nýja vegferð í þjónustu við fatlað fólk á Íslandi,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra á fjölmennri ráðstefnu sem fram fór í gær og fjallaði um gerð landsáætlunar um innleiðingu á ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ráðherra áréttaði að hann tryði því að slík vegferð myndi færa okkur að því markmiði að fatlað fólk gæti notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við aðra.”

Alla auglýsinguna má sjá á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins.