Kærar þakkir fyrir stuðninginn ykkar í Reykjavíkurmaraþoninu!

Þrátt fyrir að maraþoninu var aflétt þá erum við ævinlega þakklát til þeirra sem tóku þátt í að hlaupa ykkar eigin leið. Það var safnað rétt yfir 2 milljónir fyrir Einstök Börn þökk til ykkar allra sem lögðu ykkar fingrafar á okkar verkefni!

Ef ekki væri til frábært fólk í samfélaginu sem er tilbúið til að leggja okkur lið þá væri okkar verkefni enn flóknara þar sem ríkið kemur hvergi nærri þessu stóra félagi með þennan afar stóra og hratt stækkandi alvarlega veika hóp. Við erum svo þakklát fyrir að þetta samfélag finnist fjölskyldur okkar skipti máli og eru ávallt tilbúin í að styðja þau.