Jólaandinn í Grunnskólanum í Hveragerði

Matthea aðstoðarskólastjóri, Adda María, fulltrúi Einstakra barna, Maríus Blær, yngsti nemandi skóla…
Matthea aðstoðarskólastjóri, Adda María, fulltrúi Einstakra barna, Maríus Blær, yngsti nemandi skólans, Nishadi, formaður nemendaráðs og Sævar Þór skólastjóri. (Mynd fengin af vef skólans.)

Einstök börn nutu heldur betur góðs af góðgerðarþema Grunnskóla Hveragerðis nóvember. 

Á hverju ári hefur Grunnskólinn í Hveragerði verkefni með góðgerðarþema til að efla samkennd nemenda og láta um leið gott af sér leiða til þjóðfélagsins.  Nemendur búa til vörur sem þeir selja. Andvirðið gefur skólinn til góðs málefnis. Nemendur og kennarar ræða hvaða málefni þau vilja styrkja og í kjölfarið er haldin rafræn kosning á meðal nemenda og kennara. Í ár áttu Einstök börn hauka í horni í Grunnskólanum og hlutu rausnarlegan styrk frá Grunnskóla Hveragerðis.

Skemmtilega frásögn af verkefninu má lesa á vef Grunnskólans í Hveragerði.