Íslenskunám fyrir innflytjendur eflt

Fimm ráðuneyti kynna aðgerðaáætlun stjórnvalda til að styðja við íslenskuna árin 2023 til 2026. Áætlunin er í átján liðum og meðal annars er sérstök áhersla lögð á að styðja við grunnfærni innflytjenda í íslensku. 

Fjölmargir félagar Einstakra barna eru af erlendu bergi brotnir og íslenskukennsla studd af stjórnvöldum mun án efa auðvelda þeim aðlögunina í íslensku samfélagi. Færni sumra þeirra býður þeim ekki að lesa heimasíðu félagsins. Því væri gott að benda innflytjendum á alla þjónustu sem þeim býðst. Íslenskukunnátta auðveldar félögum í Einstökum börnum að afla sér þekkingar hjá félaginu og að taka þátt í félagsstarfi þess.