Höfðinglegur styrkur frá Elko

Ella Georges hjá Elko og Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna
Ella Georges hjá Elko og Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna
Elko færði Einstökum börnum rausnarlega jólagjöf í ár eins og raunar oft áður en Elko hefur veitt okkur rausnarlega styrki í gegnum tíðina. Í jólapakkanum í ár var leikjatölva, hljómtæki, I-pad, karíokí-kerfi, vöfflujárn, hrærivél og fleira sem nýtist afar vel í klúbbastarfi Einstakra barna. Það eru ekki síst ungmennin okkar í ný stofnuðum ungmennaklúbbi sem munu svo sannarlega gleðjast yfir þessari veglegu gjöf.
 
Fyrir hönd Elko var það Ella Georges sem afhenti Einstökum börnum gjöfina. Ella hefur reynst Einstökum börnum einstaklega hjálpleg við að benda á vörur sem nýtast vel fyrir starfsemina, til dæmis vörur sem eru vinsælar hjá unga fólkinu og lífga hressilega upp á klúbbastarfið. Ella á því mikinn þátt í að byggja upp alla tæknilega aðstöðu félagsins.
 
Einstök börn færa Elko og Ellu hjartans þakkir fyrir hlýhuginn í gegnum tíðina.