Hlauptu til styrktar Einstökum börnum í Reykjavíkurmaraþoninu

Glaði drekinn okkar hleypur alltaf í Reykjavíkurmaraþoninu.
Glaði drekinn okkar hleypur alltaf í Reykjavíkurmaraþoninu.

Reykjavíkurmaraþonið í ár fer fram laugardaginn 19. ágúst næstkomandi. Við hvetjum alla til að hlaupa, ganga eða rúlla í liði Einstakra barna og skora á vini og vandamenn að heita á sig til að styrkja Einstök börn.

Rástímar eftir vegalengdum eru:

  • 8:40 - Maraþon
  • 8:40 - Hálfmaraþon
  • 9:40 - 10 km
  • 12:00 - skemmtiskokk

Þeir sem taka ekki þátt í Reykjavíkurmaraþoninu geta heitið á hlauparana okkar og einnig er alltaf velkomið styrkja Einstök börn með Frjálsum framlögum eða Vertu mánaðarlegur stuðningsmaður okkar á forsíðu vefsins okkar undir Styrkja félagið. Fjölmargir þátttakendur hafa nú þegar skráð sig í hlaupið til styrktar Einstökum börnum. Vertu með þeim í liði!