Hlaupahópurinn 550 Rammvilltar árlega Styrktarhlaup á Sauðárkróki

Sett afstað hlaupið
Sett afstað hlaupið

Hið árlega styrktarhlaup sem Hlaupahópurinn 550 Rammvilltar halda utan um til styrktar Einstakra barna var þann 1. maí.

Það var spáð hellirigningu en svo kom bara ekki dropi úr lofti og það var æðislegt veður. Hlaupið var með bæði 3 km og 5 km leið eins og síðustu ár og skemmtilega upphitun áður en lagt var í hann.

Þær voru með nýjung þetta árið sem var hreyfibingó fyrir krakkana á leiðinni.  Þar sem þau áttu að gera ýmsar þrautir á leiðinni, og svo fengu þau sem skiluðu bingóinu og fengu í lokin sleikjó. 

Viðburðurinn heppnaðist mjög vel og stefna þær svo á að halda þetta hlaup áfram um ókomin ár, enda farið að festa sig í sessi hér og alltaf jafn gaman. 

Hægt er að skoða fleiri myndir á viburðinum, ef þú klikkar hér 

Einstök börn þakkar Hlaupahópnum 550 Rammvilltu fyrir frábæran viðburð og erum við þakklát að eiga þær að.