Haustdagskrá félagsins er spennandi.

 

Dagskrá félagsins í vetur mun einkennast af mörgum þáttum. Ætlunin er að fá Ragnheiði Guðjónsdóttur næringafræðing til að fjalla um næringu og mataræði þegar við erum undir álagi og streitu - en mikilvægur þáttur er að foreldrar gæta að eigin heilsu þegar börnin eru veik. 

Einnig ætlar Bjartur Guðmundsson framistöðuþjálfi  að fara í jákvæðni og hvernig við getum haldið í jákvæðnina í erfiðum aðstæðum. 

Við skellum okkur líka í fræðslu og umræður um Líðan, samskipti og streitu í systkinum langveikra barna og foreldrum þeirra.

Skyndihjálp er námskeið sem við höfum alltaf þörf fyrir að fara í gegnum reglulega.

En við ætlum líka að slaka á og hafa gaman skella okkur á spilakvöld- jólaföndur - jólaball og fleira gaman.