Bifreiðastyrkir til hreyfihamlaðra hækka

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. /Mynd félags- og vinnumarkaðsráðuneyti…
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. /Mynd félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur samþykkt reglugerð um hækkun á styrkjum og uppbótum til bifreiðakaupa fyrir hreyfihamlað fólk. Reglugerðin tók gildi þann 1. janúar síðastliðinn.  Flestar fjárhæðirnar hafa ekki hækkað síðastliðin átta ár.  

  • Fjárhæð uppbótar vegna bifreiðakaupa er nú 500.000 kr.
  • Fjárhæð uppbótar vegna kaupa á fyrstu bifreið er 1.000.000 kr.
  • Styrkur til kaupa á bifreið fyrir verulega hreyfihamlað fólk er nú 2.000.000 kr.
  • Styrkur til kaupa á sérútbúinni bifreið fyrir fólk sem vegna fötlunar sinnar verður að hafa sérútbúinn bíl er nú 7.400.000 kr.
  • Hámarksfjárhæð fyrir sérútbúna hreina rafbíla er nú 8.140.000 kr.

Nýbreytni samkvæmt reglugerðinni: 

  • Uppbæturnar og styrkirnir verða nú veittir árlega.
  • Fjárhæðir uppbóta og styrkja vegna bifreiðakaupa munu hækka árlega í samræmi við hækkun bóta almannatrygginga. 

Þá hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnt nýtt fyrirkomulag styrkja vegna orkuskipta í gegnum Orkusjóð í stað skattaívilnana.

  • Almenningur getur fengið allt að 900.000 kr. styrk ef kaupverð rafbílsins er undir 10.000.000 kr.
  • Ekkert hámark er á kaupverði vegna sérútbúinna hreinna rafbíla fyrir hreyfihamlað fólk sem nýtur styrks vegna bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun. Sama manneskjan getur hvort tveggja fengið 900.000 kr. styrku úr Orkusjóði og allt að 8.140.000 kr. styrk samkvæmt framangreindri reglugerð félags og vinnumarkaðsráðherra.

Auglýsingin um hækkunina á bifreiðastyrkjum er á vef Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, Bifreiðastyrkir til fólks með hreyfihömlun hækkaðir í fyrsta sinn í 8 ár og sérstök áhersla lögð á orkuskipti