Golfnámskeið í sumar fyrir börn með fötlun

Nú í sumar verður fyrsta golfnámskeiðið fyrir börn með fötlun haldið á Íslandi. Það er kylfingurinn Lovísa Ólafsdóttir sem stendur fyrir golfnámskeiðinu í samstarfi við Golfklúbb Reykjavíkur. 

Lovísa hefur unnið með börnum og ungmennum með fötlun allt frá árinu 2021 og þekkir því að lítið sem ekkert framboð af námskeiðum er í boði fyrir börn með fötlun ólíkt því sem tíðkast fyrir börn sem hafa enga fötlun. Þar er úr nógu að velja.

Hún blés því til námskeiðsins sem fer fram í Básum í Grafarholti. Námskeiðið hófst 25. júní og stendur til 16. júlí. Lovísa miðar námskeiðið við börn frá sjö til fimmtán ára en áréttar að það er einungis viðmið.

Fréttina má lesa í heild á mbl.is, Fyrsta golfnámskeiðið fyrir börn með fötlun.