Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Einstök börn eiga velunnara víða um land. Hann Jökull Breki er Einstakur og á Einstaka föðurlangömmu og -afa, Ólafsvíkingana Ingibjörgu Júlíusdóttur og Bárð Guðmundsson. Hjónin urðu sjötug á árinu og fögnuðu tímamótunum með vinum og vandamönnum í Klifi, félagsheimili þeirra Ólafsvíkinga. Langi og langa afþökkuðu afmælisgjafir en bentu gestum á stuðningsfélagið hans Jökuls Breka, Einstök börn, ef þeir vildu leggja eitthvað af mörkum. Gestirnir reyndust hinir mestu höfðingjar.
Jökull Breki kom því færandi hendi til okkar í Einstökum börnum ásamt fjölskyldunni sinni. Myndin til hliðar er tekin við það tilefni. Talið frá vinstri eru mamma hans Breka, Júlíana Björk Gunnarsdóttir, þá föðuramma hans, Jóhanna Kristín Bárðardóttir, loks koma langamma og langafi, Ingibjörg og Bárður og lestina rekur höfðinginn sjálfur, hann Jökull Breki í fangi pabba síns, Bárðar Jóhönnusonar.
Jökull Breki var afar stoltur af örlæti langömmu og langafa og gaf ljósmyndaranum þumal.
Við hjá Einstökum börnum þökkum hjartanlega fyrir þess höfðinglegu gjöf og óskum afmælisbörnunum innilega til hamingju með áfangann.
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga kl 9- 15 og opið föstudaga 9-13.
Styrktarreikningur:
kt. 570797-2639, banki 0513-14-1012
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til almannaheilla eru frádráttarbærir til skatts.