- Félagið
- Réttindi
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Fyrirspurnir
- Viðburðir - þátttaka
- Greiningar innan félags
Heimili og skóli, landssamtök foreldra, fengu fjárstyrk fyrir þetta ár til að efla starf foreldra í þágu farsældar barna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra undirritaði samning þar um fyrir hönd stjórnvalda.
„Merki eru um að dregið hafi verulega úr virku samstarfi heimila og skóla um allt land á undanförnum árum,“ segir Ásmundur Einar. „Sporna þarf við þessari þróun og efla og þróa þetta mikilvæga starf um land allt á öllum skólastigum í kjölfar heimsfaraldurs. Virk þátttaka foreldra frá upphafi leikskóla og stuðningur þeirra er lykilþáttur í forvörnum, mótun á jákvæðum skólabrag og í að takast á við áskoranir sem tengjast skólagöngu og frístundum barna frá öllum hliðum. Miklar vonir eru bundnar við að þessi stuðningur við Heimili og skóla nýtist til að endurreisa og efla foreldrastarf í samstarfi við alla helstu lykilaðila skólasamfélagsins.“
Tilvitnunin er fengin úr frétt mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem lesa má um forsendur samningsins og tilgang hans.
Urðarhvarfi 8, A-inngangur, 3. hæð
203 Kópavogi
Sími 568 2661
Afgreiðslutími
Virka daga: 9:00 - 15:00.
Styrktarreikningur:
Banki: 0513-14-1012, kt. 570797-2639
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til almannaheilla eru frádráttarbærir til skatts.
Fylgdu okkur á Facebook