Elliði styrkir Einstök börn

Fulltrúar Elliða, talið frá þriðja manni frá vinstri, eru Þorgeir Kjartansson, Sæmundur H. Sæmundsso…
Fulltrúar Elliða, talið frá þriðja manni frá vinstri, eru Þorgeir Kjartansson, Sæmundur H. Sæmundsson, þá Guðrún Helga Helgadóttir hjá Einstökum börnum, Skæringur M. Baldursson og loks Sigmundur Smári Stefánsson.

Einstök börn nutu velvildar Kiwanisklúbbsins Elliða þegar hann færði félaginu veglegt gjafabréf hjá leikfangaversluninni Krummu í Grafarvogi. Gjöf Elliða hittir í mark því að í Krummu fæst mikið og fjölbreytt úrval af leikföngum og öðrum barnavörum. Það er einmitt það sem einstöku börnin okkar og systkin þeirra þurfa þegar þau líta í heimsókn til okkar á fjölskyldusetrið eða mæta í hópstarf Einstakra barna eins og Drekahópinn og ungmennahópinn. Í húsinu hjá okkur í Urðarhvarfinu eru fjölmargir barnalæknar og börnin líta á það sem gulrót við læknisferðina að heimsækja Einstök börn í leiðinni. Gulrótin verður nú enn sætari.

Nokkrir félagar í Elliða heimsóttu Drekahópinn okkar, kynntu sér starf félagsins og afhentu félaginu þessa fallegu gjöf. Á myndinni, sem tekin var við það tilefni, eru félagar Elliða, talið frá þriðja manni frá vinstri, þeir Þorgeir Kjartansson, Sæmundur H. Sæmundsson,  þá Guðrún Helga Helgadóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna, Skæringur M. Baldursson, forseti Elliða og loks Sigmundur Smári Stefánsson. Fleiri skemmtilegar myndir frá viðburðinum má skoða á  vef Kiwanisklúbbsins Elliða.

Einstök börn þakka Kiwanisklúbbnum Elliða hjartanlega fyrir stuðninginn.